Max vanhæfur

Mér finnst menn fara offari í ummælum sínum varðandi þetta mál. Það hefur verið brotin sú grundvallar regla að menn sé saklausir uns sekkt er sönnuð. FIA hefur viðurkennt að þeir hafa engar sannanir fyrir því að Mclaren hafi notað þessa uppl. samt hljóta þeir þunga refsingu. Annað sem mér finnst umhugsunarvert, það er þáttur Max Mosley, en samkvæmt íslenskum lögum væri stór vafi á því hvort hann væri hæfur til þess að dæma í þessu máli vegna fyrri ummæla.

 


mbl.is Mosley vildi sparka Hamilton og Alonso úr keppni ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Sammála !

Var það ekki hann fyrir hönd FIA sem áfrýjaði fyrsta dómnum gegn Mclaren ?

Allt þetta mál hefur gert FIA dómstólana mjög ótrúverðuga og ekki hjálpar Max (Mad Max ??) með svona rugli

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 16.9.2007 kl. 13:57

2 identicon

Þú kýst að horfa algjörlega fram hjá því að frá fyrri dómi til þessa, koma fram nýjar sannanir um sekt liðsins og ökumanna. sektin var ekki sönnuð í fyrri dómi en ný gögn höfðu komið fram.

"Mosley fékk lykilgögn í málinu, m.a. frá Fernando Alonso hjá McLaren, þar sem hann hafði heitið þeim friðhelgi og lofað að þeir yrðu undanþegnir hugsanlegri refsingu."

 Lestu fréttina aftur!

Hafþór (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Ef horft er á aðrar fréttir en þessa tilteknu, þá er ljóst að dómurinn er byggður á fullt af "líklega" og "kannski" og "mögullega", það er hvergi sagt að að um beinar sannanir sé að ræða. (reyndar ekkert öðruvísi í þessari frétt). Það má líka sjá á erlendum F-1 netmiðlum að  Ron Dennis kom sjálfur með hlut Alonso upp á yfirborðið og að þar sé ekkert bitastætt á ferðinni. ( www.f1-live.com/f1/ )

Þetta mál kemur mér fyrir sjónir sem einhver persónuleg barátta milli manna þarna úti.
Mosely segir Ron Dennis ljúga en Dennis hefur gert allt í hans valdi til að leysa málið, galopnað dyr liðsins fyrir rannsóknum hverskonar.
Ég veit ekki það virkar ekki á mig sem sekur maður sem gerir slíkt.

Ljóst er að Pedro De La Rosa og þessi umræddi hönnuður sem lak hjá Ferrari eru/voru vinir sem útskýrir yfir 300 sms þeirra á milli.


Ég stend við orð mín.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 16.9.2007 kl. 15:05

4 identicon

Það versta er að FÍA er ekki samt sjálfum sér. Því þegar menn frá Ferrari fóru með gögn til Toyotu um árið þá gerði FÍA ekki neitt. Þess vegna setur maður spurningamerki við FÍA og Max Mosley. Á ekki það sama að ganga yfir alla? Það versta er að það virðist bara vera misræmi í dómum FÍA. Það er hægt að nefna nokkur dæmi þar sem sumir hafa verið dæmdir fyrir að vera með ólöglegan bíl í keppni þar sem aðrir sluppu vegna þess að bíllinn var minna ólöglegur en samt ólöglegur. Hvernig stendur á því? Þess vegna hef ég mikkla vantrú á FÍA. Annað hvort eru bílar ólöglegir eða ekki.Það á ekki að vera neinn vafi hvað FÍA dæmir. Rangt er rangt og það eiga allir að sitja við sama borð.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:11

5 identicon

Hann er algerlega úti að aka. 

Í einu viðtali lofar hann viðbrögð Alonsos og segir hann vera eina manninn í 1000 manna fyrirtæki sem gerði réttann hlut(að vísu var það hann sem svindlaði hvað mest) og í næsta segir hann að hann hefði viljað henda honum og Lewis útúr keppninni. 
Hvernig á maður að geta tekið mark á svona vitleysing.

Því fyrr sem hann fer undir græna torfu því betra(því ekki hefur hann vit á að hætta áður en hann skemmir sportið)

Örvar (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður
Þórður

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband