Og þetta á að vera einn af ráðamönnum þjóðarinnar

Og þetta á að vera einn að ráðamönnum þjóðarinnar. Hvernig getur hún sagt að hagsmunum sé fórnað fyrir skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Er henni virkilega sama um það að fiskistofnar landsins fari að mestu í ginin á þessum skepnum. Hvaða hagsmunir eru það sem verið er að fórna, eru það vitleysis "aurarnir" sem búið er að setja í öryggisráð sameiniðuþjóðanna. Ef menn eru hræddir um að markaðir tapist þá er engin hætta á því, því við getum selt allan þann fisk sem við veiðum og gott betur. Ekki lifum við á hvalaskoðun þegar við þurfum að hætta að veiða fisk vegna rányrkju hvalanna. Ég held að ef það er tekið með í reikninginn hvað við gætum gert úr þeim fiski sem hvalurinn étur þá, það er þeir fiskar sem ekki komast til hrygningar til að viðhalda og stækka fiskistofnana, þeir fiskar sem við gætum veitt að auki og búið til verðmæti úr, þá erum við að tala um meira verðmæti en hvalaskoðun. Menn eru alltaf að tala um að hvalaskoðun skili meiru en hvalveiðar menn verða að taka allt með í reikninginn. Ég er ekki á móti hvalaskoðun, sem er í sjálfu sér ágæt viðbót við hið daglega og ég er á því að það hefði átt að loka svæðum fyrir hvalveiðum þar sem eru hvalaskoðunarfyrirtæki að störfum og hafa verið í einhvern tíma. En er hlynntur og mjög hlynntur skynsamlegri nýtingu hvalastofnana við Ísland.
mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þegar Ingibjörg Sólrún fór til þess að heimsækja hana Kondomlessu Ræs, þá hlýtur það að hafa verið til þess að mótæla mannréttindabrotum Bandaríkjamanna og taglhnýtinga þeirra í Afgahnistan og Írak.

Svo hlýtur hún einnig verið að mótmæla stuðningi Bandaríkjamanna við vini sína Ísraelsmenn og fjöldamorð þeirra og misþyrmingar á Palestínumönnum.

Eða,- nei.  Hún komst ekki að, því að Kondomlessa Ræs mótmælti harðlega hryllingsmorðum Íslendinga á hrefnum, sem þeir síðan éta eins og hverjir aðrir villimenn og kunna síðan ekkert að skammast sín.

Kær kveðja,

Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Er henni virkilega sama um það fiskistofnar landsins fari að mestu í ginin á þessum skepnum."

Hún er tilbúinn að fórna miðum landsins fyrir inngöngu í ESB þannig að þessi undirlægju háttur fyrir hryðjuverkasamtökum og hvalfriðunarsinnum sem eru búnir að persónugera dýr, kemur ekki mikið á óvart. 

Fannar frá Rifi, 19.5.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mér er frekar orða fátt þessa stundina...

Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður
Þórður

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband