Færsluflokkur: Menntun og skóli

Nokkur orð um skóla

Satt best að segja veit ég ekki hvar ég á að byrja er með nokkur atriði sem ég er ekki sáttur við t.d.

Heimanám - kennsluaðferðir - nesti -

Ég tel mig fá nokkuð góða lýsingu á því hvernig þessi mál eru mismunandi eftir skólum, því mér fylgja 6 börn á 3 stöðum um landið.

Heimanám finnst mér að ósanngjarnt með öllu, börn eru í skólum fram eftir degi sem mundi í flestum tilfellum skilgreinast sem fullur vinnudagur, þau eru jú líka börn og þola því aðeins minna en við. Barn sem á vinnandi foreldra sem koma heim milli kl16-18 fara að því loknu að búast til matagerðar komast oft á tíðum ekki í heimanámið fyrr en eftir kvöldmat og eru þá börnin orðin þreytt og pirruð, eiga erfiðar með að halda einbeitningu og klára heimanámið með sæmd, oft eru þetta barn líka í einhverjum tómstundum sem tekur tíma frá ætluðum tíma í heimanám. Ekki yrði ég sáttur ef að ég væri í vinnu frá kl 08 -15/16 og þyrfti að taka vinnuna með mér heim, er hræddum um að ég missti áhugann á þeirri vinnu fljótlega. Það hlýtur að vera hægt að finna tíma í allri þessari skólalengingu sem átt hefur sér stað síðustu árin til þess að klára námið í skólanum. Ég man ekki betur en skólinn hafi byrjað í september og verið búinn um miðjan maí og var maí oft notaður í leiki og  skoðanir úti. Nú byrjar skólinn kringum 23. ágúst og er ekki búinn fyrr en í byrjun júni. Kannski sér fyrir endan á þessu heimanámi, þar sem ég veit að á Egilsstöðum er ekkert heimanám hjá krökkunum, í það minnsta grunnskólanum. ( Haft eftir einni barnsmóður minni sem er með barn í skóla þar)

 Sem sagt mín skoðun burt með heimanámið.

Kennsluaðferðir.

Ég á í mesta barsli með að miðla minni þekkingu til barnanna þar sem ég má ekki nota þær aðferðir sem mér voru kenndar þegar ég var í skóla og svo er nú greinilega mismunandi aðferðir eftir skólum. Sem dæmi á ég barn í skóla á Selfossi þar var honum tjáð að hann skildi gleyma öllum þeim aðferðum sem hann hefði lært úr fyrri skóla og nota bara það sem hann (kennarinn) kenndi honum, þar með var hann í raun settur aftur fyrir skólasystkini sín þar sem hann þurfti að byrja upp á nýtt, einnig var honum tilkynnt það að þó svo hann væri með rétt svar á prófi með réttum útreikningum þá fengi hann bara 0,5 fyrir svarið ef hann notaði ekki aðferð kennarans.???? Bíddu nú við, er kennarinn þá að segja að rétta svarið sem nemandinn fær með réttum útreikningum sem t.d. ég lærði sé ekki nógu gott svar eða kann kennarinn ekki meira en svo í stærðfræði að hann skilur ekki nema bara hans aðferðir? Ég spyr? Mér er nokkuð sama hvernig einhver borgar mér til baka bara á meðan ég fæ rétt. Þetta getur bara ekki staðist nein lög. Ég mátti ekki kenna dóttur minni sem var að byrja í stærðfræði í +og - að notast við t.d epli og appelsínur, sem dæmi ég á 11 epli og 8 appelsínur, ég gef 5 epli og 3 appelsínur hvað er þá eftir? 6 epli og 5 appelsínur sagði hun eins og skot en með aðferð kennarans gat hún ekki á nokkur hátt fengið rétt svar, hún klárið nú dæmin sín með aðferð pabba síns og voru þau rétt (fór yfir þau sjálfur) og fór glöð í skólann með heimanámið, kom heldur stúrinn heim úr skólanum þar sem henni var tjáð að ekki mætti nota þessa aðferð sem pabbi hennar hafði lært á sínum tíma og komist alveg ágætlega frá því og fengið rétt svör og var send heim með dæmin aftur og átti að gera þetta eins og kennarinn vildi. Þarna kem ég svo að heimanáminu aftur, hvernig eigum við að geta hjálpað börnunum að læra heima ef við megum ekki nota þær aðferðir sem við lærðum.

Og eitt að lokum.

Það eru nestis mál mér finnst skólarnir vera farnir að taka of mikið framfyrir hendurnar á foreldrum þegar þeir eru farnir koma með boð og bönn um hvað krakkar mega hafa með sér í skólann, og misræmið mikið á milli skóla. Í sumum skólum er bannað koma með safa eða kókómjólk í nesti bara að koma með vatn eða að fá mjólk í skólanum öðrum er bannað að koma með jógúrt (abt og þess háttar). Rökin fyrir því að það er bannað í sumum skólum t.d. í Brekkuskóla á Akureyri er að það var eitthvað um það að dósirnar sem er utan um jógúrtið voru að springa og kennarar "þurftu" að standa í því að þrífa skólabækur og dót. Afhverju voru krakkarnir ekki sendir heim með töskurnar með jógúrtinu í og foreldrarnir látnir þrífa þetta sjálfir fyrst foreldrarnir voru svo miklir tossar að koma þessu ekki í góð box. Þá hefðu þeir vonandi lært eitthvað af því og fengið sér góð nestisbox til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. Þarna er verið að refsa þeim sem um þetta kunna að ganga og krökkunum sem finnst jógúrt góð, og er í raun ágætt nesti útaf fyrir sig, fyrir einhverja tossa sem ekki kunna að haga sér í þessu. 

Læt þetta gott heita um pirring minn við skóla.  

 


Höfundur

Þórður
Þórður

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband